Erla Stefánsdóttir 06.12.1935-05.10.2015

Erla var dóttir Salome Pálmadóttur hjúkrunarkonu og Stef- áns Jónssonar prentsmiðjustjóra.

Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og Tónlistarskólanum í Kópavogi.

Erla sá alla tíð heiminn í sínu sérstaka ljósi. Hún var virkur þátttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að þau fjölskyldan fluttu heim 1976 eftir þriggja ára dvöl í Bergen í Noregi. Það vatt upp á sig og þróaðist í námskeið frá 1982 þar sem Erla sagði frá lífssýn sinni, sem varð að félagsskapnum Lífssýn. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með þau til annarra norrænna landa. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið sem var af byggðum huliðsheima í Hafnarfirði. Síðar komu út kort af álfabyggðum á Ísafirði og Akureyri og nú á þessu ári kort af orkustöðvum Íslands.

Eftirlifandi börn Erlu eru Salóme Ásta Arnardóttir heimilislæknir, Sigþrúður Erla Arnardóttir sálfræðingur og Stefán Örn Arnarson tónlistarkennari. Barnabörnin eru níu.

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 7. október 2015, bls. 9.

Staðir

Miðbæjarskólinn Nemandi -
Kvennaskólann í Reykjavík Nemandi -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Kennaraháskóli Íslands Háskólanemi -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Píanókennari -
Tónlistarskóli Kópavogs Píanókennari -

Skjöl


Háskólanemi, nemandi, píanókennari, tónlistarmaður, tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2015