Friðrik Jónsson 27.04.1794-30.07.1840

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1814. Vígðist aðstoðarprestur að Stað á Reykjanesi 11. mars 1818. Settur prófastur í Barðastrandarsýslu 15. maí 1827 og skipaður árið eftir. Fékk Stað 2. febrúar 1830 og hélt til dauðadags 1840 er hann drukknaði í Konungavök í Þorskafirði, drukkinn. Hann var lítill vexti en knár, vel gefinn og hafði mjúkan söngróm og var allgóður ræðumaður og var ástsæll af sóknarfólki sínu en gerðist drykkfelldur með aldrinum og sýndi þá oft af sér úlfúð og illyrti menn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 23. </p>

Staðir

Staðarkirkja á Reykjanesi Aukaprestur 11.03.1818-1830
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 02.02.1830-1840

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015