Hjálmar H. Ragnarsson 1952-

Hjálmar H. Ragnarsson er fæddur á Ísafirði 1952. Hann stundaði tónlistar-nám á Ísafirði og í Reykjavík og að loknu stúdentsprófi hélt hann til frekara náms í Bandaríkjunum. Hjálmar lauk meistaraprófi í tónsmíðum og tónfræðum frá Cornell-háskólanum í byrjun árs 1980. Ennfremur lagði hann stund á nám í raf- og tölvutónlist í Hollandi. Hjálmar hefur starfað hér á landi sem tónskáld, söngstjóri og kennari. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum listamanna og verið meðal annars formaður Tónskáldafélags Íslands og forseti Bandalags íslenskra listamanna. Hann hefur skrifað greinar fyrir blöð og tímarit, skrifað kvikmyndahandrit og unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp. Eftir Hjálmar liggur fjöldi tónverka, má þar finna sönglög og kórverk tónsmíðar fyrir einleikshljóðfæri, kammerverk, raftónlist, hljómsveitarverk og óperur. Ennfremur hefur hann samið tónlist við fjölda leiksýninga og við sjónvarpsmyndir.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Háskólakórinn Kórstjóri

Tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.01.2016