Benedikt Ingimundarson 1748-10.01.1824

<p>Prestur. Stúdent 1767 og varð sama ár djákni að Þykkvabæjarklaustri en kvaddur til prests að Desjarmýri 22. desember 1772. Lenti í miklum harðindum og missti fé sitt hvað eftir annað. Sagði af sér 1775 en það var ekki tekið til greina. Yfirgaf staðinn 1778 og kvaðst mundu segja alfarið af sér esjarmýri fengi hann wkki Stað í Grindavík sem hann sótti um 1789. Gekk það eftir og tók hann við Stað 14. febrúar 1789. Var að upplagi gáfumenni og mælskumaður en naut sín ekki vegna fátæktar alla ævi.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 128. </p>

Staðir

Desjarmýrarkirkja Prestur 22.12.1772-1789
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 1789-1824

Djákni og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.05.2018