Þorsteinn Þórarinsson 28.09.1831-07.06.1917

Prestur. Varð stúdent 1856 frá Reykjavíkurskóla og tók próf úr Prestaskólanum. Vígðist 5. september 1858 aðstoðarprestur föður síns að Hofi í Álftafirði, fékk Berufjörð 22. maí 1862, Heydali 2. apríl 1890 og fékk þar lausn frá embætti 21. mars 1910. Prófastur í Suður-Múlasýslu 1876-8. Riddari af Dannebrog 11. september 1908.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 232-33.

Staðir

Hofskirkja Aukaprestur 04.09. 1858-1862
Berufjarðarkirkja Prestur 22.05. 1862-1890
Heydalakirkja Prestur 02.04. 1890-1910

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.10.2019