Erasmus Villadsson -1591

<p>Jóskur að ætt, í sumum ritum talinn þýskur eða "júðskur". Var rektor í Skálholti, talinn ágætur söngmaður og iðkaði fyrst diskant og þess háttar söng hér á landi. Talið að hann hafi fengið Garðaþing á Álftanesi í eitt ár. Fékk konungsveitingu fyrir Odda 13. apríl 1565 og Breiðabólstað í Fljótshlíð 1575 og hélt því til dauðadags. Hann var mikils metinn, varð prófastur í Rangárþingi og officialis í Skálholtsbiskupsdæmi eftir lát Gísla biskups Jónssonar. Var kosinn biskup en hvorttveggja var að hann var ófús til starfsins og ýmsum geðjaðist ekki að því að fá útlendan mann í embættið þannig hann tók aldrei embættinu. Guðbrandur Þorláksson, biskup, mun hafa komið því svo fyrir að Oddur Einarsson varð biskup.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 434.</p>

Staðir

Garðakirkja Prestur "16"-"16"
Oddakirkja Prestur 13.04.1565-1575
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1575-1591

Prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.01.2014