Steinn Jónsson 30.08.1660-03.12.1739

<p>Prestur, síðar biskup. Stúdent frá Hólaskóla 1683. Fór utan 1686 og varð guðfræðingur frá Hafnarháskóla og kom heim 1688 og varð þá millibilsprestur í Hítardal, kirkjuprestur í Skálholti 1692, fékk Hítarnes 1693, Setberg 1699. Fékk veitingu fyrir biskupsembætti á Hólum 25. maí 1711 og tók við Hólastól 1712 og hélt til æviloka. Var vel gefinn maður og skáldmæltur, valmenni en ekki mikill skörungur. Mikill vexti og rammur að afli. Mikið prentmál liggur eftir hann.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 351-2. </p>

Staðir

Hítardalskirkja Prestur 1688-1692
Skálholtsdómkirkja Prestur 1692-1693
Prestur 1683-1699
Setbergskirkja Prestur 1699-1710
Hítarneskirkja Prestur 1683-1699

Erindi


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014