Stefán Þorsteinsson 09.10.1778-12.02.1856

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 10. maí 1798. Varð djákni á Grenjaðarstað, fékk Skeggjastaði 28. ágúst 1805, fékk Velli í Svarfaðardal 1816 og hélt til æviloka. Fékk að vísu Reykholt 1832 en þjáðist þá svo mikið af steinsótt að hann treysti sér ekki til að fara og fékk að vera kyrr. Var gáfumaður mikill og vel að sér, hagmæltur og hneigður til fræðistarfsemi. Ýmislegt liggur eftir hann, bæði þýðingar og frumsamið efni. Átti mjög gott bókaafn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 342-43. </p>

Staðir

Skeggjastaðakirkja Prestur 1805-
Vallakirkja Prestur 1815-1846

Aukaprestur , djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2019