Gunnlaugur Eiríksson 26.11.1714-14.05.1796
Prestur. Stúdent 1735 frá Hólaskóla, vígðist sem aðstoðarprestur föður síns í Saurbæ í Eyjafirði og gegndi kallinu eftir lát hans 1738 til vors 1739. Varð þá aðstoðarprestur sr. Guðmundar á Grund í Eyjafirði. Fékk Munkaþverárprestakall 25. maí 1743 og hélt til dauðadags. Hann var merkisprestur, fróður og minnugur þótt Harboe léti lítt af honum.
Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 211.
Staðir
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði | Aukaprestur | 30.09.1736-1738 |
Grundarkirkja | Aukaprestur | 1739-1743 |
Munkaþverárkirkja | Prestur | 25.05.1743-1796 |

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.05.2017