Þorsteinn Hallsson -14. apríl 1363

Prestur. Kirkjuprestur á Hólum 1329 - 1363 er hann andaðist þá verandi í Noregi. Hann er skráður meðal Hrafnagilspresta hjá dr. Sveini Níelssyni en ekki er að sjá að hann hafi verið prestur þar. Faðir hans var vissulega prestur þar og gæti hafa verið um tímabundna aðstoð að ræða.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 279

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 208.

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1329-1363

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.05.2017