Jean-Pierre Jacquillat 13.07.1935-06.08.1986

Jean-Pierre Jacquillat fæddist í Versölum 13. júlí 1935. Fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni tók hann á námsárunum sem píanóleikari í danshljómsveitum en hann var einnig mjög góður slagverksleikari og lék sem slíkur m.a. inn á hljómplötur með Edith Piaf. Að loknu tónlistarnámi í París við Conservatoire National Superieur de Musique var hann ráðinn aðstoðarhljómsveitarsjóri hjá hinum þekkta stjórnanda Charles Munch hjá Sinfóníuhljómsveit Parísar. Hann stjórnaði fjölda tónleika í Frakklandi og víðar, auk þess sem hann hóf að hljóðrita franska tónlist, starf sem hann sinnti af miklum áhuga síðar. Árið 1970 var hann ráðinn aðalhljómsveitarsjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Anger og ári seinna aðalhljómsveitarstjóri Óperunnar í Lyon og Rhone-Alpes hljómsveitarinnar.

Árangurinn af stafi hans í Lyon leiddi til þess að honum var boðið að stjórna óperuuppfærslum víða um heim. Árið 1975 fluttist hann aftur til Parísar og gegndi um þriggja ára skeið starfi tónlistarráðgjafa Lamoureux- hljómsveitarinnar. Jean-Pierre Jacquillat var sæmdur Silfurorðu Parísarborgar í viðurkenningarskyni fyrir tónlistarstörf í þágu borgarinnar.

Jacquillat kom fyrst til Íslands til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1972 fyrir tilstilli hjónanna Barböru og Magnúsar Árnason en þau höfðu kynnst honum nokkru áður í Frakklandi. Árin á eftir kom hann oft til Íslands og stjórnaði sem gestastjórnandi uns hann var ráðinn aðalstjórnandi Sinfoníuhljómsveitar Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 6 ár.

Jacquillat var mjög vel liðinn stjórnandi og hafði mikil áhrif á Sinfóníuhljómsveitina á þeim tíma sem hann starfaði hér á landi. Hann eignaðist fjölda góðra vina á Íslandi og var mjög umhugað um að hér risi gott tónlistarhús sem sómi væri að.

Af vef Minningarsjóðs Jean-Pierre Jacquillat

- - - - -

Jacquillat was born in Versailles in 1935. He was named assistant to Charles Munch at the Orchestre de Paris in 1967. He was chief conductor of the Icelandic Symphony Orchestra. He made a number of recordings, with that orchestra, the Orchestre de Paris, and others. His career was cut short when he died in a car accident in 1986, aged 51...

From a Wikipedia-page Jean-Pierre Jacquillat

Staðir

Tónlistarháskólinn í París Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitarstjóri 1980 1986

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljómsveitarstjóri, háskólanemi, píanóleikari og slagverksleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.06.2016