Jónas Tómasson (Jónas Tómasson yngri) 21.11.1946-
Jónas Tómasson yngri er fæddur 1946. Afi hans, Jónas Tómasson eldri, var afkastamikill í tónlistarlífi á Ísafirði og eru mörg sönglaga hans vel þekkt. Jónas yngri stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og voru Þorkell Sigurbjörnsson og Jón Þórarinsson meðal kennara hans. Hann hélt til framhaldsnáms í Amsterdam 1969-72. Jónas kennir nú við Tónlistarskólann á Ísafirði og hefur jafnframt stjórnað bæði hljóðfæra-flokkum og kórum. Hljómsveitar-, kammer- og kórverk hafa verið mest áberandi meðal tónsmíða hans.
Staðir
Tónlistarskólinn í Reykjavík | Tónlistarnemandi | - |
Tónlistarskóli Ísafjarðar | Tónlistarkennari | - |
Menntaskólinn í Reykjavík | Nemandi | -1967 |
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , stjórnandi , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.11.2016