Jón Sigurðsson 16.03.1927-16.08.2018
Foreldrar: Sigurður Björnsson, bóndi í Skógum og síðast í Hafrafellstungu, f. 18. júní 1883 í Skógum, Öxarfjarðarhreppi, d. 11. apríl 1932, og Kristín Friðrikka Karlotta Friðriksdóttir, f. 12. sept. 1902 á Akureyri, d. 4. okt. 1969. Fósturfaðir Jóns: Sigfús Grímsson, húsasmíðameistari, bóndi í Ærlækjarseli, síðar á Akureyri, f. 5. febr. 1893 í Tunguseli. Sauðanesiu., d. 4. okt. 1978.
Námsferill: Stundaði nám við Barnaskóla Akureyrar, Menntaskólann á Akureyri 1940-1944 og Iðnskóla Akureyrar 1945-1946; lærði prentiðn hjá POB á Akureyri 1945-1949; sótti einkatíma í trompetleik á Akureyri hjá Karli 0. Runólfssyni og Wilhelm Lanzky-Otto, í Reykjavík hjá Páli Pampichler Pálssyni og í London hjá Bernard Brown og Ernest Hall.
Starfsferill: Var trompetleikari í KK-sexretttnum 1949-1950, Hljómsveit Björns R. Einarssonar 1950-1959 og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1950-1996; lék í Lúðrasveit Akureyrar 1942-1949 og Lúðrasveit Reykjavíkur 1949-1960; var stjórnandi og kennari í Lúðrasveit Akraness 1962-1963 og stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans 1963-1973; kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1965-1994, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónskóla Sigmsveins D. Kristinssonar og Lækjarskóla í Hafnarfirði 1962-1966; kenndi við Lúðrasveit Sauðárkróks 1969, Lúðrasveit Vestmannaeyja 1970, Lúðrasveit Blönduóss 1973 og Lúðrasveit Húsavíkur; var prentari hjá Ísafoldar prentsmiðju 1950-1953 og Prentsmiðju Þjóðviljans 1953-1955.
Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 211. Sögusteinn 2000.
Staðir
Menntaskólinn á Akureyri | Nemandi | 1940-1944 |
Tónlistarskólinn í Reykjavík | Tónlistarkennari | 1965-1994 |
Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarkennari | 1962-1966 |
Tónskóli Sigursveins | Tónlistarkennari | 1962-1966 |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Hljómsveit Björns R. Einarssonar | Trompetleikari | 1950-04 | 1951-10 |
KK-sextett | Trompetleikari | 1949 | 1950 |
Lúðrasveit Reykjavíkur | Trompetleikari | 1949 | 1960 |
Lúðrasveitin Svanur | Stjórnandi | 1964 | 1974 |
Sinfóníuhljómsveit Íslands | Trompetleikari | 1950 | 1996 |
Skjöl
![]() |
Jón Sigurðsson | Mynd/jpg |
Minningar. Morgunblaðið. 29. ágúst 2018, bls. 24-25 | Skjal/pdf |

Nemandi, prentari, stjórnandi, trompetleikari og tónlistarkennari | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.08.2018