Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla, Magga Stína) 11.12.1963-

Margrét Kristín lærði á píanó við Tónmenntaskólann í Reykjavík og um tíma trommuleik hjá Gunnlaugi Briem. Hún nam leiklist í Þrándheimi og dvaldi eitt ár í London þar sem hún lærði hljómfræði og píanóleik hjá Peter Sander. Hún lærði jasssöng og píanóleik við FÍH veturinn 1998-99.

Margrét Kristín tók sér listamannanafnið Fabúla og gaf undir því nafni út plötuna Cut my strings hausti 1996. Platan vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Tónlistarverðlauna árið 1997. Vorið 2001 kvað hún sér svo hljóðs á ný með laginu Röddin þín sem lenti í þriðja sæti íslensku forkeppninnar fyrir Eurovision. Það lag kom síðan út ásamt ellefu örðum úr lagasmiðju Fabúlu á plötunni Kossafar á ilinni sem út kom það ár á merki Skífunnar. Plötuna vann hún með völdum hópi tónlistarmanna: Matthíasi M.D. Hemstock, Hilmari Jenssyni, Kjartani Valdemarssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni, Guðna Franzsyni og Samúel Jóni Samúelssyni. Upptökustjóri var Valgeir Sigurðsson en hann lagði henni einnig lið við hljóðfæraleik.

Bárður Örn Bárðarson. Tónlist.is 28. janúar 2014.


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur, píanóleikari og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.03.2014