Jón Ólafsson 25.02.1963-

<p>Jón varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1982. Píanóleik nam hann m.a. hjá þeim Þorsteini Haukssyni, Ásgeiri Beinteinssyni, Selmu Guðmundsdóttur, Kristni Gestssyni, Carli Möller, Bert van der Brink og Halldóri Haraldsson.</p> <p>Frá árinu 1990 hefur Jón verið meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Auk þess er hann stofnandi Bítlavinafélagsins, Sálarinnar hans Jóns míns og Possibillies. Jón hefur verið starfandi tónlistarmaður frá árinu 1986 auk þess að starfa við fjölmiðla.</p> <p>Hann var einn af frumherjum Rásar 2 þegar hún fór í loftið 1. desember 1983 og stjórnaði nokkrum vinsælum útvarpsþáttum. Má þar nefna Létta spretti og Létta ketti. Á Bylgjunni stjórnaði hann svo um hríð þættinum Léttir blettir. Jón var eitt sinn stjórnandi sjónvarpsþáttarins Poppkorns í RUV og lék á píanó í þættinum Á elleftu stundu. Þættir hans; Af fingrum fram, voru á dagskrá RUV í þrjá vetur og hlaut Jón Edduverðlaunin eftir fyrsta veturinn. Jón stjórnaði þættinum JÓN ÓLAFS veturinn 2006-2007 og aftur hlaut hann Edduna. Hann hafði og umsjón með þættinum ALBÚMIÐ á Rás 1 árin 2012-2013 ásamt Kristjáni Frey Halldórssyni ...</p> <p align="right">Textinn er af Tónlist.is 2013 – sjá einnig vefsíðu Jóns.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1982

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Bítlavinafélagið Hljómborðsleikari 1986-01
Nýdönsk Lagahöfundur og Hljómborðsleikari 1990
Sálinni hans Jóns míns Hljómborðsleikari 1988-02 1988-09

Tengt efni á öðrum vefjum

Dagskrárgerðarmaður , fjölmiðlamaður , hljómborðsleikari , lagahöfundur og nemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016