Björn R. Einarsson (Björn Rósenkranz Einarsson) 16.05.1923-19.05.2014

<p>Björn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Ingveldar Rósenkranz Björnsdóttur, húsfreyju og kjólameistara, og Einars Jórmanns Jónssonar, hárskurðarmeistara og tónlistarmanns...</p> <p>Meistaraprófi í rakaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík lauk Björn vorið 1945 og stundaði hann píanó- og básúnunám á árunum 1936-53, meðal annars við Tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p>Björn lék með Hljómsveit Reykjavíkur, Hljómsveit Ríkisútvarpsins og Hljómsveit FÍH og var fyrsti básúnuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun hennar 1950. Hann lék með Sinfóníuhljómsveitinni til ársloka 1994 er hann lét af störfum fyrir aldursakir.</p> <p>Þá lék Björn með danshljómsveitum frá stríðslokum, ýmist með hljómsveitum undir eigin nafni eða annarra við miklar vinsældir.</p> <p>Björn kenndi hljóðfæraleik m.a. við tónlistarskólana í Reykjavík og Garðahreppi. Hann var um árabil formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur og stjórnaði sveitinni einnig í nokkur ár. Björn sat um hríð í stjórn FÍH og einnig í starfsmannastjórn sinfón- íuhljómsveitarinnar. Hann var sæmdur gullmerki FÍH á 50 ára afmæli félagsins og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007. Árið 2010 hélt Jazzhátíð Reykjavíkur honum heiðurstónleika og var honum um leið þakkað frumkvöðlastarf í þágu djassins á Íslandi.</p> <p>Eiginkona Björns var Ingibjörg Gunnarsdóttir húsmóðir og hárgreiðslukona sem lést árið 1999. Þau eignuðust fimm börn: Gunnar, Björn, Ragnar, sem er látinn, Ragnheiði og Odd. Fyrir átti Björn soninn Jón.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 20. maí, bls. 9.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Söngvari , Harmonikuleikari , Básúnuleikari og Víbrafónleikari 1945-11 1951-10
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1975 1976
Sextett Ólafs Gauk Harmonikuleikari og Básúnuleikari 1965

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Básúnuleikari , hljómsveitarstjóri , rakari , stjórnandi , söngvari , tónlistarkennari og útsetjari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.12.2015