Victor Urbancic 09.08.1903-04.04.1958

<blockquote>...Victor von Urbantschitsch (stafsetningu eftirnafnsins einfaldaði hann eftir komuna til Íslands) fæddist í Vínarborg árið 1903. Hann ólst upp á miklu tónlistarheimili, því faðir hans, sem var prófessor í læknisfræði við Háskólann í Vínarborg, var sellóleikari, og móðirin lék einnig á píanó. Á æskuárum sínum sótti Urbancic tíma í píanó- og orgelleik, og samdi auk þess nokkuð af tónverkum. Að loknu almennu námi innritaðist hann í háskóla borgarinnar og lauk doktorsprófi í tónvísindum 1925, aðeins 22 ára að aldri. Vínarborg hafði verið vagga tónvísindanna frá því að fræðigreinin sem slík varð til á síðari hluta 19. aldar. Meðal lærifeðra Urbancic í faginu voru fremstu kennarar sem völ var á, þeir Guido Adler og Egon Wellesz (sá síðarnefndi var gyðingaættar og flúði land sama ár og Urbancic, og gegndi eftir það prófessorsstöðu við Oxford-háskóla)...</blockquote> <p align="right">Úr grein Árna Heimis Ingólfssonar: Á flótta undan hakakrossinum - 1. hluti: Victor Urbancic.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1938-1958
Kristskirkja Organisti 1939-1958

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljómsveitarstjóri , kórstjóri , organisti , píanóleikari , tónlistarkennari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.07.2015