Atli Ólafsson 04.03.1913-31.07.1985

Atli fæddist í Kaupmannahöfn og fluttist til Íslands með foreldrum sínum tveggja ára gamall. Faðir hans var Ólafur Friðriksson, þekktur verkalýðsfrömuður, og móðir hans Anna Friðriksson sem stofnaði Hljóðfærahús Reykjavíkur 1916 og rak í áratugu. Atli stofnaði seinna Atlabúð og Leðuriðjuna. Einnig kom hann að hljóðveri því sem móðir hans stofnsetti um 1934. Þar gat almenningur fengið hljóðritaða á silfurplötu rödd sína, upplestur eða söng gegn vægu gjaldi. Þetta var fyrsta hljóðver landsins.

Atli söng líka inn á tvær hjómplötur 1936 undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson (sjá Heimasíðu íslensku 78 snúninga hljómplötunnar: Polyphon X.S. 50558 og X.S. 50559). Plöturnar voru hljóðritaðar í Kaupmannahöfn með undirleik hljómsveitar Elo Magnussen (20.9.1904–23.9.1968) en hann var danskur fiðlu- og saxafónleikari sem stjórnaði vinsælli hljómsveit frá 1934. Atli mun vera fyrstur Íslendinga til að syngja dægurlög inn á plötu því elstu hljóðrit Elsu Sigfúss, sem var mjög afkastamikil í hljóðritunum, kom ekki út fyrr en 1937...

Jón Hrólfur - 11. júlí 2019

Staðir

Hljóðfærahús Reykjavíkur -

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðritari og kaupmaður
198 hljóðrit

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.07.2019