Bjarni Þorsteinsson 14.10.1861-02.08.1938
<p>Bjarni Þorsteinsson fæddist í Hraunhreppi á Mýrum 1861. Hann lauk embættisprófi frá Prestaskólanum 1888. Á námsárunum var hann bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, stundakennari við Latínuskólann og sýsluskrifari í Vatnsdal. Bjarni gerðist sóknarprestur í Hvanneyrar-prestakalli í Siglufirði 1888 og gegndi því embætti allt til 1935. Hann lærði lítilsháttar tónfræði hjá Jónasi Helgasyni og harmóníumleik hjá frú Önnu Petersen. Bjarni var brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi. Hann samdi fjölda alkunnra laga og hafði með messusöngvum sínum mikil áhrif á söngmennt í kirkjum landsins. Stærsta minnisvarða reisti hann sér þó með þjóðlagasafni sínu sem kom út á árunum 1906-09 með styrk úr Landssjóði og Carlsberg-sjóðnum danska. Bjarni gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sókn sinni og var sæmdur prófessorsnafnbót fyrir afrek sín. Hann lést árið 1938.</p>
<p align="right"><a href="http://www.isalog.is/isalog/tonskaldin.html/bjarnithorst.html">Ísalög</a></p>
Staðir
Siglufjarðarkirkja | Prestur | 28.09. 1888-1935 |
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar | 2006- |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar. Eldhugi við ysta haf. Viðar Hreinsson. Veröld (2011).
- Próf. séra Bjarni Þorsteinsson. Kirkjuritið. 1. janúar 1939, bls. 28.
- Prófessor Bjarni Þorsteinsson: Heimir söngmálablað 1. september 1938 bls. 49
- Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld. Þjóðviljinn. 16. ágúst 1938, bls. 2.
- Séra Bjarni Þorsteinsson: Organistablaðið 1. desember 1969 bls. 8
- Tónskáldið próf. Bjarni Þorsteinsson. Vísir 15. ágúst 1938, bls. 3.
- Tónskáldið... Heimir söngmálablað. 1. október 1936 bls. 89
- Wikipedia.is
- Íslensk þjóðlög. Bjarni Þorsteinsson. Kaupmannahöfn 1906-1909.
- Íslenski tónlistarmnenn. Pall Halldórsson. Æskan. 1. október 1940, bls. 105.
- Íslenzkur menningarfrömuður. Lögberg. 15. september 1938, bls. 4.
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.03.2015