Júlíus Geirmundsson 26.05.1884-06.05.1962
<p>Júlíus fæddist á Látrum í Aðalvík en kona hans Guðrún Jónsdóttir (18.06.1884-24.03.1951) að Steinstúni í Árneshreppi. Þau gengu í hjónaband 23. september 1905 og fluttu að Atlastöðum í Fljótavík vorið 1906 ásamt Jósep Hermannssyni og konu hans Margréti Katrínu Guðnadóttur.</p>
<p>Fyrstu sjö til átta árin voru báðar fjölskyldurnar búsettar í gamla bænum á bæjarhól. Fyrsta húsið sem Júlíus byggði var reist 1912 og í því var búið til vorsins 1942. Þetta var íbúðarhús, skemma og gripahús.</p>
<p>Atlastaðabændur réru til fiskjar vor og haust og einnig á sumrin þegar hægt var. Til ársins 1925 réru þeir aðallega út frá Látrum og Skáladal en eftir það aðeins frá Atlastöðum.</p>
<p>Árið 1942 byggði Júlíus myndarlegt íbúðar- og útihús úr rekaviði sem allur var fluttur neðan frá sjó og sagaður í höndunum, stendur grunnur þess óhaggaður ennþá og býður þess að byggt verði ofan á hann. Þá var vatnsleiðsla lögð, reist 12 volta vindrafstöð og talstöð sett upp og heyrðist þá í fyrsta sinn, „Ísafjörður, Fljótavíkurradíó kallar“.</p>
<p>16. júní 1946 var erfiður dagur en þá þurftu þau að yfirgefa heimabyggð sína, þar sem þau höfðu búið samfellt í fjóra áratugi. Þau fluttu til Ísafjarðar og áttu heima á Brunngötu 12 allt til dauðadags.</p>
<p>Júlíus var hraustmenni, glaðvær og skemmtilegur og gott að vera í návist hans. Guðrún var mikill dugnaðarforkur, gestrisin og hin mesta sómakona.</p>
<p align="right">Keflavík 4. mars 2002. Júlíus R. Högnason.</p>
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
18 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Kýrum nefna milding má | Júlíus Geirmundsson | 38460 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Af Grími nú og hlýrum hans | Júlíus Geirmundsson | 38461 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Aftur vaknar óðar straumur úr austra brunni | Júlíus Geirmundsson | 38462 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Þar var áður þundar vín | Júlíus Geirmundsson | 38463 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Ljóst þess gjalda lundar skjalda lengur en skemur | Júlíus Geirmundsson | 38464 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Rímur af Úlfari sterka: Öldin kífs hin kristna deyr | Júlíus Geirmundsson | 38465 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Heimildarmaður lærði að kveða af föður sínum, hann kvað og það gerði faðir hans líka; mikið kveðið; | Júlíus Geirmundsson | 38466 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Úlfari sterka: Úlfar sér á yggjar beru sprundi | Júlíus Geirmundsson | 38468 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Úlfari sterka: Önund fríða allt eins við | Júlíus Geirmundsson | 38469 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Úlfari sterka: Þraut óvandað þanka sterkum þjóð frá kynni | Júlíus Geirmundsson | 38470 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Bernótus Borneyjarkappa: Þar um búast bragnar nú | Júlíus Geirmundsson | 38471 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Bernótus Borneyjarkappa: Kastórus um kaldan Vendilsflóa | Júlíus Geirmundsson | 38472 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Bernótus Borneyjarkappa: Gekk buðlungur greitt á knör | Júlíus Geirmundsson | 38473 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Rímur af Bernótus Borneyjarkappa: Dvalins braut ég dæluval | Júlíus Geirmundsson | 38474 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Líkafrónsrímur: Líkafrón og lagsmenn tveir | Júlíus Geirmundsson | 38475 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Líkafrónsrímur: Nú ég ei við hendi hefi hætti mjúka | Júlíus Geirmundsson | 38476 |
16.08.1958 | SÁM 00/3974 EF | Um kveðskap, kvæðalög og kvæðamenn; skipt um kvæðalög í rímum og kveðið mismunandi eftir efni | Júlíus Geirmundsson | 38477 |
16.08.1958 | SÁM 00/3973 EF | Ingólfsrímur: Þegar Ingólfs frægðarför | Júlíus Geirmundsson | 38967 |
Skjöl
![]() |
Guðrún Jónsdóttir og Júlíus Geirmundsson | Mynd/jpg |
![]() |
Júlíus Geirmundsson | Mynd/jpg |
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.10.2016