-

Bóka- og skjalasafn Húnaþings vestra

Samsöfn

Hljóðrit Fræðafélags Vestur-Húnvetninga Upptökur sem Fræðafélag Vestur-Húnvetninga hafði veg og vanda að. Annars vegar er um að ræða viðtöl við Húnvetninga þar sem þeir segja frá ævi sinni og störfum, hins vegar eru það hljóðritanir af samkomum í héraðinu, einkum Vorvökum sem voru vinsælar menningarhátíðir með fjölbreyttri dagskrá. Eðvald Halldórsson tók flest viðtölin í safninu og tengdasonur hans, Helgi S. Ólafsson, hafði yfirleitt umsjón með upptökutækinu. Fræðafélag Vestur-Húnvetninga afhenti Héraðsskjalasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga frumgögnin til varðveislu snemma árs 2012 og safnmark hefst því á HérVHún. Afrit eru varðveitt á Miðstöð munnlegrar sögu á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.