Tónlistarskóli Árnesinga Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Árnesinga var stofnaður árið 1955 að frumkvæði sr. Sigurðar Pálssonar fyrrum vígslubiskups og Rotaryklúbbi Selfoss. Hafist var handa með kosningu undirbúningsnefndar sem setti allt í gang. Guðmundur Gilsson síðar tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, var að ljúka tónlistarnámi í Þýskalandi og féllst á að taka að sér starf organista við Selfosskikju og skólastjórn tónlistarskólans. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fjótlega fór nemendum að fjölga og áður en langt um leið var orðin húsnæðisekla. Nemendur urðu strax um 50 talsins en það kom að þeim tímapunkti að þeim fjölgaði árið 1970 um 60. Voru þá góð ráð dýr, því allar rekstraráætlanir gengu úr skoðum. En allt leystist þetta farsællega fyrir tilstilli framsýnna manna ...

Af vef Tónlistarskóli Árnesinga (15. ágúst 2014).

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.04.2015