Sóleyjarbakki Heimilisfang

Jörðin var áður hjáleiga frá Hrepphólum, en er fyrir löngu sjáfstætt býli og er nú eign Hrunaannahrepps. Vel meðaljörð um landrými, og allt landið grasi gróið. Nokkur hluti landsins er blaut mýri, allgott beitiland á vetrum. Þurrlendi er meðfram Stóru-Laxá, grónar eyrar og valllendisbakkar. Góðir sumarhagar, en erfitt er um ræktun vegna árinnar, sem oft flæðir yfir og ber með sér sand og möl og eyðileggur girðingar. Slægjulönd voru reytingssöm og rýr. Veiðréttur er í Stóru-Laxá.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 285. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017