<p>Jörðin er upphaflega hjáleiga frá Hruna. Meðaljörð að landrými. Landið að mestum hluta þurrlendir ásar, gott og skjólsamt sumarland. &nbsp;Ræktanlegt þurrlendi er lítið, en gott og auðunnið. Samfellt mýrlendi er ekki mikið og að mestu framræst. Engjar voru lélegar. Heimilisrafstöð var lengi við Áslæk, sem rennur við túnið. Nú aflögð. Volg laug er í Áslandi, kölluð Hrunalaug frá fornu fari. Laugin er friðlýst.&nbsp;</p> <p>Bærinn í Ási hefur lengi staðið austan undir allhárri brekku, sem byrgri útsýn til norðurs og vesturs.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir 1, bls. 237. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 3

Nafn Tengsl
Guðrún Stefánsdóttir Uppruni og heimili
Kristín Steindórsdóttir Uppruni
Steindór Eiríksson Heimili

Skjöl

Ás Mynd/jpg
Ás Mynd/jpg
Ás Mynd/jpg
Ás Mynd/jpg
Ás Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014