Jörðin er landmikil, (1800-2000 ha.), bæði að þurrlendi og votlendi. Beitiland er víðáttumikið og gott. „Útigangur er hér góður, þegar svo leggjast veður.“ (Á.M.) Gróður er fjölbreyttur og gott um skjól í öllum áttum. Engjar voru heldur lélegar og slægjur reytingssamar. Ræktunarmöguleikar eru mikilir og ræktunarland gott, bæði á þurru móum og á framræstum mýrum. Mýrlendi jarðarinnar, sem nærri er bæ, er nú allt framræst. Skógarítak var í Tungufellsskógi, en er gjöreytt. Veiðiréttur er í Fossá. Landið er afgirt að mestu. Stór heimilisrafstöð var hér lengi, en nú er rafmagn frá samveitu. Bærinn stendur vestan undir hárri hlíð, og horfa bæjardyr mót Jarlhettum og Langjökli, en hár foss og hvítur dynur að bæjarbaki.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 219. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 6

Nafn Tengsl
Bjarni Matthíasson Uppruni og heimili
Haraldur Matthíasson Uppruni
Jón Marteinsson Heimili
Jón Þórðarson Uppruni
Kristrún Matthíasdóttir Uppruni og heimili
Kristrún Matthíasdóttir Heimili

Skjöl

Foss Mynd/jpg
Foss Mynd/jpg
Foss Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 10.04.2018