<p>Jörðin er landmikil, (1800-2000 ha.), bæði að þurrlendi og votlendi. Beitiland er víðáttumikið og gott. „Útigangur er hér góður, þegar svo leggjast veður.“ (Á.M.) Gróður er fjölbreyttur og gott um skjól í öllum áttum. Engjar voru heldur lélegar og slægjur reytingssamar. Ræktunarmöguleikar eru mikilir og ræktunarland gott, bæði á þurru móum og á framræstum mýrum. Mýrlendi jarðarinnar, sem nærri er bæ, er nú allt framræst. Skógarítak var í Tungufellsskógi, en er gjöreytt. Veiðiréttur er í Fossá. Landið er afgirt&nbsp;að mestu. Stór heimilisrafstöð var hér lengi, en nú&nbsp;er rafmagn frá samveitu. Bærinn stendur vestan undir hárri hlíð, og horfa bæjardyr mót Jarlhettum og Langjökli, en hár foss og hvítur dynur að bæjarbaki.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 219. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Bjarni Matthíasson Uppruni og heimili
Haraldur Matthíasson Uppruni
Jón Þórðarson Uppruni
Kristrún Matthíasdóttir Heimili
Kristrún Matthíasdóttir Uppruni og heimili

Skjöl

Foss Mynd/jpg
Foss Mynd/jpg
Foss Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.10.2020