<p>Haustið 1903 kom fyrsta orgel í Ólafsvallakirkju. Var þá keypt notað orgel úr Eyrarbakkakirkju. Sóknarnefndin mun hafa staða fyrir kaupunum, en formaður hennar var þá Jón Einarsson, bóndi í Vorsabæ.</p>
<p>Þessir hafa verið organistar í Ólafsvallakirkju: Einar Brynjólfsson, Þjótanda, 1903-04. Eiríkur Þorsteinsson, Reykjum, síðar bóndi á Langamýri, 1905-10. Guðmundur Einarsson, ÞJótanda, 1911. Davíð Jónsson, Hlemmiskeiði, 1912-15. Kristinn Ingvarsson, Björnskoti, 1916-17, en hann var síðar í mörg ár organisti í kirkjum í Reykjavík. Eiríkur Þorsteinsson, Langamýri, 1918-37. Eiríkur Guðnason, Votamýri 1938 og síðan. [1975]</p>
<p>Kirkjukór var fyrst stofnaður 19. desember 1943. Hefur hann starfað síðan og æft fyrir kirkjuathafnir, þegar því varð við komið. Fyrst eftir að kórinn var stofnaður, söng hann öðru hverju á samkomum í sveitinni. Var þá Þorsteinn Eiríksson, skólastjóri á Brautarholti, söngstjóri kórsins. Að öðru leyti hafa organistar annazt söngæfingar og kórstjórn.</p>
<p>Hér skal að lokum getið nokkurra manna, sem hafa verið forsöngvarar í Ólafsvallakirkju, áður en hljóðfæri koma þar til sögunnar: Eiríkur Vigfússon á Reykjum. Hann var fæddur 1758, og má því telja víst, að hann hafi verið orðinn forösngvari fyrir aldamótin 1700-1800. Eitt sinn um 1920 var Eiríkur Vigfússon eitthvað forfallaður og gat ekki farið til kirkju. Bauðst þá kona hans, Guðrún Kolbeinsdóttir (frá Miðdal) , til að sjá um sönginn og fór með son þeirra Eirík með sér til kirkjunnar, þá 13 ára, og hafði hann verið forsöngvarinn í það sinn. Seinna, þegar Eiríkur Eiríksson eltist, tók hann við forstöngvarastarfinu af föður sínum.</p>
<p>Eftir hann tók við starfinu Ásbjörn Eiríksson frá Reykjum, bóndi í Andrésfjósum, og síðan Eiríkur Ásbjörnsson frá Andrésfjórum, bóndi á Álfsstöðum.</p>
<p>Þeir sem lengst hafa verið orgnaistar í Ólafsvallakirkju, eru afkomendur Eiríks Vigfússonar á Reykjum. Má því segja, að Reykjaættin hafi stjórnað söngnum í kirkju Skeiðamanna hátt á 2. öld.</p>
<p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>
Orgel
Fólk
Skjöl
Tengd hljóðrit
Tengt efni á öðrum vefjum