Miðdalskirkja Kirkja

<p>1913 var keypt orgel handa kirkjunni í Miðdal. Þessir hafa verið organistar: Magnús Eyjólfsson, Snorrastöoðum, 1913-1917. Ragnheiður Böðvarsdóttir, Laugarvatni, 1917-1920, Árið 1920-1923 var enginn fastráðinn organisti. Hrefna Böðvarsdóttir, Laugarvatni, var organist 1923, en árin 1924-1927 virst enginn hafa verið ráðinn til starfsins.</p> <p>Úr safnaðarfundargerðum.</p> <p>1903: sunnudaginn 16. ágúst var safnaðarfundur haldinn fyrir Miðdalssókn í miðdalskirkju.Liður 3. Rætt um að fá harmonium í kirkjuna en engin ákvörðun tekin í því efni.</p> <p>1906: 27. maí var safnaðarfundur settur og haldinn í Miðdal...: 3. Rætt um orgel í kirkjuna. Samþykkt að leita samþykkis héraðsfundar og kirkjustjórnar, að kirkjan legði til það sem ekki næðist með frjálsum samskotum, eða alt að 100 kr, ef kirkjan álitist fær um þau útgjöld. ...</p> <p>1907: á hvítas. dag var safnaðarfundur haldinn á Miðdal ...: 3. Rætt um orgel í kirkjuna. Fundurinn áleit ekki ráðlegt að taka fasta ákvörðun um orgelkaup fyr en útséð verði um, hvað fyrirskipuð altaristalfa í kirkjuna mundi kosta. ...</p> <p>1909: 31. maí var safnaðarfundur haldinn í Miðdalskirkju. ...: 1. Talað um söng í kirkjunni. Fundurinn samþykkti að láta ekki hjá líða að halda tombólu á þessu sumri til orgelkaupa í kirkjuna, og sem leyfi er þegar fengið fyrir. ...</p> <p>1909: föstudaginn 4. júnímán. var héraðsfundur Árnesprófastsdæmis haldin að Hraungerði...: Liður 8. Safnaðarfundur Miðdalssóknar óskar að héraðsfundur samþykki að borga megi forsöngvara eða organista þegar til kemur af sjóði kirkjunnar og samþykkti fundurinn það.</p> <p>1909: föstudaginn 4. júnímán. var héraðsfundur Árnesprófastsdæmis haldin að Hraungerði...: Liður 8. Safnaðarfundur Miðdalssóknar óskar að héraðsfundur samþykki að borga megi forsöngvara eða organista þegar til kemur af sjóði kirkjunnar og samþykkti fundurinn það.</p> <p>

Orgel

Heiti Frá Til
2. harmonium 1913 Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014