Hörgsholt Heimilisfang

Landið er stórt og margbreytilegt um landslag og gróðurfar. Háir ásar með djúpum skorningum og kjanagróður í brekkum og lautum, og blautar mýrar, þýfðar en grasfengar. Beitiland er ágætt sumar og vetur fyrir allar skepnur. Skjól í öllum áttum. Heyskapur reytingssamur. Heima við bæinn er knappt um ræktunarland. En spölkorn vestan við túnið er stórt mýrlendi, sem liggur vel við ræktun, enda nú þegar tekið til ræktunar. Í nokkur ár hefur ekki verið búið í Hörgsholti, en eigendur hafa nytjað jörðina til beitar. Bærinn stendur neðst í aflíðandi brekku, og er hamrabelti efst í brekkunni, en Stóra-Laxá örskammt austan bæjarins, og er þar veiðiréttur.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 232. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Bjarni Guðmundsson Uppruni og heimili
Guðmundur Bjarnason Uppruni
Guðmundur Guðmundsson Uppruni
Ingimar Jónsson Uppruni

Skjöl

Hörgsholt Mynd/jpg
Hörgsholt Mynd/jpg
Hörgsholt Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.05.2015