Sólheimar Heimilisfang

<p>Jörðin er landstór, og landið grösugt. Mjög gott og skjólsamt beitiland fyrir allan fénað, vetur sem sumar. Landið er jöfnum höndum þurrlendi og votlendi. Þurrlendið er einkum fjalllendi og lágir ásar með valllendisgróðri í brekkum og lautum. Votlendir mýrarflóar, og sund milli ása og fella. Engjar voru ágætar. Ræktunarland er gott. Veiðréttur í Stóru-laxá. Landið er afgirt. Sólheimakot var austarlega í Sólheimatúni. Fyrir löngu í eyði komið. Bærinn stendur framan í lágum hálsi, og breiðir Laxá úr sér á eyrum neðan túns, milli Hlíðarfjalls og Galtafellsfjalls, sem kreppa mjög að útsýninu.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 234. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 7

Nafn Tengsl
Brynjólfur Guðmundsson Heimili
Böðvar Guðmundsson Uppruni
Erla Brynjólfsdóttir Uppruni og heimili
Gestur Guðmundsson Uppruni
Kormákur Ingvarsson Heimili
Líney Elíasdóttir Heimili
Steindór Eiríksson Uppruni

Skjöl

Sólehimar Mynd/jpg
Sólheimar Mynd/jpg
Sólheimar Mynd/jpg
Sólheimar Mynd/jpg
Sólheimar2 Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 8.12.2014