Selárdalskirkja Kirkja

<p> Svo virðist sem Selárdalskirkja hafi leigt orgel til notkunar við athafnir fram að aldamótunum 1900. Í Visitasíubók frá 1892 kemur eftirfarandi fram: „Þóknun fyrir harmoníum sem notað hefur verið við kirkjusönginn í 10 ár. 5 kr. á ári í leigu. = 50 kr.“ Það þýðir að orgel hafi verið notað við athafnir í kirkjunni allt frá 1882. </p> <p>Árið 1900 kemur hins vegar eftirfarandi fram: „Til kirkjunnar hefur verið keypt harmoníum eftir 5 samhljóða ályktun safnaðarfundar, en samþykki héraðsfundar hefur ekki en orðið fengin, sökum þess að lögmætur héraðsfundur hefur ekki verið haldinn síðan. “ Í visitasíubók frá árin 1902 segir: „Svo fylgir og með gripum kirkjunnar hrmonium það er getið í visitasíu 1900.“ Virðist því svo sem að orgel hafi verið keypt til kirkjunnar. Hinsvegar má lesa í Héraðsfundargerð árið 1919 undir lið 9: „Orgelleiga í Selárdalskirkju. Hjeraðsfundur samþykir orgelleiguna kr. 25.00 á ári þangað til orgel fáist. “ Sama ár má finna í fylgiskjali með reikningum kirkjunnar „Að formaður sóknarnefndar Selárdalssóknar hafi greitt undirrituðum að fullu (leigu eftir orgeli sem notað er til kirkjusöngs i Selárdalskirkju) með kr. 25 fyrir árið 1918. Selardal í janúar 1919, Ingv. Benediktsson organisti. Orgelleiga er færð til útgjalda til ársins 1926, en í reikningunum 1927-29 er talað um: Mismun í tekjum og gjöldum mun að m. leyti hafa verið verið til orgelkaupa. Mism. þessi telst 531.71“ Má því telja að hljóðfærið sem nú er í kirkjunni hafi komið í hana árið 1927.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 37

Nafn Tengsl
Andrés Prestur, 14.öld-14.öld
Ari Jónsson Prestur
Ari Steinólfsson Prestur, 16.öld-16.öld
Auðun Kráksson Prestur, -01.11.1330
Benedikt Þórðarson Prestur, 04.12.1863-1873
Bjarni Eggertsson Aukaprestur, 04.08.1782-1784
Bjarni Halldórsson Prestur, 1582-
Bjarni Sigurðsson Prestur, 15.öld-15.öld
Eggert Ormsson Prestur, 05.08.1749-1785
Einar Gíslason Aukaprestur, 02.08.1812-1829
Prestur, 05.05.1829-1864
Eyjólfur Ásmundsson Aukaprestur, 17.öld-1673
Gísli Einarsson Prestur, 21.07.1785-1829
Gísli Jónsson Prestur, 1546-1549
Guðbrandur Sigurðsson Aukaprestur, 05.08.1759-1767
Guðmundur Vernharðsson Aukaprestur, 1696-1708
Prestur, 26.03.1734-1738
Halldór Bjarnason Aukaprestur, 17.öld-1636
Prestur, 1636-1648
Halldór Einarsson Prestur, 1574-1583
Halldór Pálsson Aukaprestur, 02.11.1679-1706
Prestur, 1706-1733
Ísleifur Pálsson Prestur, 1733-1734
Jens Gíslason Organisti
Jón Ívarsson Prestur, 16.öld-16.öld
Jón Ormsson Aukaprestur, 22.10.1769-1782
Lárus Benediktsson Aukaprestur, 24.08. 1866-1873
Prestur, 07.05. 1873-1902
Ljótur Helgason Prestur, 15.öld-15.öld
Loftur Filippusson Prestur, 15.öld-1514
Magnús Eyjólfsson Prestur, 29.09.1515-1546
Magnús Þorsteinsson Prestur, 05.07. 1902-1931
Ólafur Sveinsson Prestur, 16.öld-1574
Páll Björnsson Prestur, 25.03.1645-1706
Sveinn Þorbjarnarson Prestur, 16.öld-16.öld
Tómas Kráksson Prestur, -1.11.1330
Tómas Þórarinsson Prestur, 13.öld-1253
Vermundur Örnólfsson Prestur, 1392-1416
Vernharður Erlendsson Prestur, 1683-
Vernharður Guðmundsson Aukaprestur, 11.10.1744-1756
Þorlákur Guðmundsson Aukaprestur, 06.05.1735-1738
Prestur, 1738-1749
Þorsteinn Þórarinsson Prestur, 15.öld-15.öld

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.06.2015