Vesturbyggð
<p>Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir.</p>
<p>Fyrrum voru sex hreppar á suðursvæði Vestfjarða: Barðastrandahreppur, Ketildalahreppur, Patrekshreppur, Rauðasandshreppur, Suðurfjarðahreppur og Tálknafjarðarhreppur. Árið 1987, þann 1. júlí, voru Ketildalahreppur og Suðurfjarðahreppur sameinaðir í Bíldudalshrepp og þann 11. júní 1994 sameinuðust Bíldudalshreppur, Barðastrandahreppur, Patrekshreppur og Rauðasandshreppur í Vesturbyggð. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.</p>
<p align="right">Sjá nánar á vef Vesturbyggðar.</p>
Fólk
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.01.2015