Tónlistarskóli Seyðisfjarðar Tónlistarskóli

Tónlistarskólinn er starfræktur í einu af eldri húsum bæjarins, Steinholti sem byggt var 1907. Skólastjóri tónlistarskólans er Einar Bragi Bragason.

Tónlist hefur ávalt verið í hávegum höfð á Seyðisfirði og hafa hér verið starfræktir margir kórar og sönghópar í gegnum tíðina. Seyðfirðingar hafa líka átt nokkrar vel þekktar popp hljómsveitir og nægir að nefna hljómsveitina Þokkabót í því samhengi. Ingi T. Lárusson, eitt af þjóðtónskáldum Íslands var Seyðfirðingur.

Hljóðfærin sem kennt er á eru: píanó, orgel, harmónikka, saxófónn, klarinett, blokkflauta, þverflauta, trompet, básúna, bariton, túba, trommur, bassi og gítar. Einnig er kenndur söngur við skólann ásamt fleiru. Tónlistarskólinn hefur verið í góðu samstarfi við leikskólann og hefur kennari tónlistarskólans kennt þar tónföndur.

Haustið 1998 tók til starfa hljóðver á efstu hæð tónlistarskólans. Hafa fjölmargir tónlistarmenn komið í hljóðverið og hljóðritað tónlist sína. Tónlistarskólinn gaf út geisladiskinn "Jólaseyður" fyrir jólin 1999 þar sem nemendur og kennarar tónlistarskólans komu fram auk gesta. Hönnun umslags var í höndum 10. bekkjar grunnskólans er fékk hluta söluandvirðis í ferðasjóð sinn. Upptökustjóri og yfirumsjón; skólastjóri tónlistarskólans Einar Bragi Bragason.

Af vef Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Einar Bragi Bragason Skólastjóri

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.01.2015