Hlöðuvík Landsvæði

Hlöðuvík er lítil vík á Hornströndum, milli Kjaransvíkur og Hælavíkur. Nokkurt láglendi er inn af víkinni og vel grösugt. Austan við Hlöðuvík liggur Skálakambur og ganga klettar frá honum í sjó út er nefnast Ófæra eða Ófærubjarg. Skálakambur þótti einn erfiðasti fjallvegur á Hornströndum, einkum er farið var til austurs (norðurs). Álfell heitir fjallið vestan við víkina. Austar í víkinni var reist býli um 1870, á tóttum verbúða Hlöðuvíkur og Kjaransvíkurmanna, og hét Búðir. Þar er nú skipbrotsmannaskýli.

Íslands Handbókinni I bindi (1989), bls. 269.

Fólk

Sýna fólk tengt stöðum undir þessum stað.

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Guðmundur Guðnason Heimili

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014