Tónstofa Valgerðar Tónlistarskóli

<p>Tónstofa Valgerðar var stofnuð árið 1987. Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem geta ekki tileinkað sér hefðbundna tónlistarkennslu. Tónstofan er eini tónlistarkólinn á landinu þar sem nemendur með sérþarfir njóta forgangs. Öll kennslan tekur mið af forsendum og þörfum hvers einstaks nemanda. Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunarþörfunni útrás. Í þessu felst sérstaða Tónstofu Valgerðar um leið og hún fylgir þeim meginmarkmiðum sem eru skilgreind í aðalnámskrá tónlistarskóla og skólanámskrá Tónstofunnar.</p> <p>Kennsla fer fram í einstaklingstímum og fámennum hópum. Bjöllukór er starfræktur svo og söng- og hljóðfærahópar. Tónstofa Valgerðar er viðurkenndur tónlistarskóli.</p> <p align="right">Af vef Tónstofu Valgerðar.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.01.2015