Leikhúskjallarinn Skemmtistaður

<p>Lýsing á Þjóðleikhúskjallaranum í Frjálsri verslun 1. september 1975 gefur hugmynd um staðinn á þeim tíma:</p> <blockquote>Leikhúskjallarinn við Hverfisgötu er nú að mestu leyti notaður í þágu Þjóðleikhússins en er um leið veitingastaður því matur og drykkur er framreiddur á meðan á sýningu stendur. í flestum tilvikum er staðurinn opnaður kl. 18 og rúmar hann nú 240 gesti, en eftir breytingu, sem fyrirhuguð er, mun hann rúma 325 gesti. Sérstaklega er mælt með nautasteikum, en annars er fjölbreytt úrval á matseðli og er þar m.a. marinerað lamb. Einn aðalbar er á staðnum, matur er ekki seldur út og staðurinn er ekki leigður út. Lágmarksaldur gesta er 20 ár en þó mega yngri gestir koma þar í fylgd með fullorðnum.</blockquote>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.12.2015