Tónlistarskóli Þórshafnar Tónlistarskóli

<p>Vorið 1979 skipaði sveitarstjórn Þórshafnarhrepps nefnd til þess að undirbúa stofnun tónlistarskóla. Í kjölfarið var Tónlistarskóli Þórshafnar stofnaður og tók hann til starfa haustið 1980. Fyrstu árin var hann starfræktur sem deild í Tónlistarskóla Raufarhafnar (1980-1983) undir stjórn Stephen Yates og síðan innan Tónlistarskóla Norður-Þingeyinga (1983-1985) en þar var Elínborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri. Kennari fyrstu tvo veturna var Anna S. Norman frá Englandi en þá tók samlandi hennar, David Woodhouse við og var aðalkennari skólans til vors 1985. Ásamt þeim síðarnefnda kenndu einnig Elínborg Sigurgeirsdóttir og Jóhann Jósepsson frá Ormarslóni. Starfsemin lá niðri næstu þrjú árin, en veturinn 1988-1989 kom Ragnar Jónsson til Þórshafnar u.þ.b. einu sinni í mánuði og tók kennslulotu.</p> <p>Haustið 1989 tók skólinn til starfa á ný og þá undir eigin nafni. Líney Sigurðardóttir stjórnaði skólanum frá 1989-1996 og sá alfarið um kennsluna tvo fyrstu veturna. Sophi M. Schoonjans frá Belgíu kenndi ásamt Líney 1991-1994 en 1994-1998 voru tveir pólskir kennarar við skólann, þær Aleksandra Szarnowska og Edyta Lachor. Næstu tvo vetur sá Aleksandra ein um kennsluna en starfandi kennari við skólann en Lauri Toom frá Eislandi kenndi við skólann árið 2001-2002.</p> <p>Frá 1996 hefur skólastjóri Gunnskólans á Þórshöfn séð um rekstur Tónlistarskólans, Rut Indriðadóttir 1996-1998 og Ásgrímur Angantýsson 1998-2001. Nemendur hafa yfirleitt verið á bilinu 20-30. Í gegnum árið hefur verið kennt á fjölmörg hljóðfæri, en námsframboðið hefur að sjálfsögðu tekið mið af kennurum hverju sinni. Meðal hljóðfæra sem kennt hefur verið á eru píanó, orgel, gítar, harmónika, fiðla, blokkflauta, þverflauta, saxófónn, harpa og selló. Á tímabili var einnig kenndur söngur. Flestir hafa stundað nám í píanóleik. Lengra komnum nemendum hefur yfirleitt verið boðið upp á sérstaka kennslu í tónfræði og stundum tónlistarsögu. Í tengslum við skólann hafa verið starfræktir sönghópar og samspilshópar. Ýmsir kennara skólans hafa látið að sér kveða í tónlistarlífi á svæðinu, m.a. í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og við stjórn kirkjukóra. Kennslan fór fram í húsnæði grunnskólans á Þórshöfn til ársins 200, en þá fékk skólinn inni í 100fm viðbyggingu Félagsheimilisins Þórsvers, þar sem rúmt er um starfsemina; tvö kennslurými og öll aðstaða fyrir kennara.</p> <p>Núverandi kennari við skólann er Kadri Giannakaina Laube frá Eislandi.</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu Tólistarskóla Þórshafnar (16. janúar 2015).</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Anna Susan Norman Tónlistarkennari, 1981-1882

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.01.2015