Miðfell II Heimilisfang

Jörðin er í meðallagi stór og að meiri hluta blaut mýri. Er það allgott beitarland á vetrum. Engjar grasgefnar með Miðfellsgili, en þýfðar og erfitt að komast á þær vegna foraðsbleytu. Sumarhagar mjólkurpenings lélegir. Ræktunarland ekki teljandi, annað en framræstar mýrar. Ásamt Miðfelli I á þessi jörð land uppi á fjallinu, ofar eggjum, land sem nýtist lítið. Vatn allstórt er uppi á fjallinu. Þar hefur verið gerð tilraun á ræktun silungs. Landið er afgirt að mestu. Nóg er af heitu vatni úr borholu.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 271. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 3

Nafn Tengsl
Jón Þórðarson Heimili
Þóra Jónsdóttir Heimili
Þórður Jónsson Heimili

Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017