Haffjarðareyjarkirkja Kirkja

Haffjarðarey (upprunalega nefnd Hafursfjarðarey) er stærsta eyjan af Hausthúsaeyjum í Eyjahreppi á Mýrum. Þar var sóknarkirkja Eyjahrepps sem helguð var heilögum Nikulási á katólskum tíma. Hún var þar fram til ársins 1563, en þá lagðist hún niður vegna þess að presturinn og margt sóknarfólk drukknaði á leið í land. Seinna fór að blása upp á eyjunni og sáust oft mannabein þar upp úr sandinum og var lengi vel verið að tína þau saman og flytja til kirkju.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Bjarni Gíslason Prestur, 1540-1568
Eysteinn Jónsson Prestur, -1503
Guðmundur Ólafsson Prestur, -1568
Helgi Jónsson Prestur, -1583

Tengd hljóðrit


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.10.2014