Stóra-Núpskirkja Kirkja

<p>Í gerðabók Stóra-Núpssóknar frá 1895 er þess getið, að keypt hafi verið orgel í kirkjunni. Ekki er þess getið, hverjir hafi verið hvatamenn að hljóðfæriskaupunum.</p> <p>Fyrsti organistinn var Árni Eiríksson í Fossnesi, til 1900. Þar næst í hálft ár Valdimar Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka. Þá tekur við Margrét Gísladóttir í Ásum, síðar á Hæli og hafði starfið á hendi til 1906. Árið 1907 var Margrét Sigurðardóttir í Hrepphólum organisti hálft árið, en hinn helming ársins var sungið hljóðfærislaust. Jóhannes Eggertsson í Ásum var þá forsöngvari.</p> <p>Árið 1908 var Kjartan Jóhannesson í Hlíð, síðar á Stóra-Núpi ráðinn organisti. Gegndi hann starfinu til 1919. Tók þá við því Þorgeir Jóhannesson, bróðir Kjartans, og hafði það á hendi í tvö ár. Þar næst gegnir Aldís Pálsdóttir í Hlíð organistastarfinu til 1926 og Kolbeinn Jóhannsson, Hamarsheiði til 1930. Þá tekur Kjartan Jóhannessona aftur við og er nú organisti Stóra-Núpskirkju til 1965. Tekur þá Erlendur Jóhannesson á Hamarsheiði við organistastarfinu og hefur gegnt því síðan. [1975] Erlendur var oft orgnisti síðustu starfsár Kjartans, er hann ferðaðist um landið á vegum Kirkjukórasambands Íslands.</p> <p>Söngur í kirkjujnni var venjulega tvíraddaður til 1935, nema skömmu eftir að Margrét Gísladóttir tók við organistastarfinu. Hún æfði fjórraddaðan söng, einkum fyrir stórhátíðir. Síðan 1935 hefur alltaf verið æfður fjórraddaður söngur.</p> <p>9. október 1954 var stofnað Söngfélag Stóra-Núpskirkju. Söngstjóri þess er nú [1975] Steinþór Gestsson á Hæli. Annars hafa organistarnir annazt söngstjórn. Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p> <p>Ár 1915, þriðjudaginn 22. júní var héraðsfundur Árnesprófastsdæmis haldinn að Hraungerði.... : Liður 6: safnaðafundur Stóranúnpssóknar hafði samþykt að skora á héraðsfund „að ganga fyrir eða stuðla að því að námskeið verði næsta vetur haldið hér austanfjalls til leiðbeiningar í kirkjusöng“. Eftir nokkra umræðu bauðst séra Ólafur í Arnarbæli til að vetia slíka leiðbeiningu svo sem viku tíma næsta vetur endurgjaldslaust, ef svo margir þátttakendur fengjust til að tiltækilegt þætti. Talið var sjálfsagt að námskeið þetta, er úr því yrði færi fram að Þjórsártúni fyrri part vetrar.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1990 Ekki skráð
1. harmonium 1895 Ekki skráð
2. harmonium 1909 Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 4.03.2019