Tónlistarskóli Stykkishólms Tónlistarskóli

<p>Tónlistarskóli Stykkishólms (stofnaður 1964) er til húsa að Skólastíg 11 í gamla barnaskólanum í Stykkishólmi og er aðstaða til tónlistarkennslu þar allgóð. Prýðilegur salur er í húsinu, það er gamli íþróttasalurinn og er hljómburður þar eins og best verður á kosið til tónlistarflutnings og kennslu. Í salnum er stór flygill. Einn kennari hefur starfsstöð í húsnæði Grunnskólans og svo hefur skólinn jafnan átt greiðan aðgang að kirkjunni til tónleikahalds og einstaka æfinga.</p> <p>Hljóðfærakostur skólans er allgóður og unnið er að því að bæta hann og auka jafnt og þétt. Sömuleiðis er reynt eftir föngum að auka plötu- og bókakost skólans.</p> <p>Skólastjóri: Jóhanna Guðmundsdóttir</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Stykkishólms.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.01.2015