Tónlistarskóli Stykkishólms Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Stykkishólms (stofnaður 1964) er til húsa að Skólastíg 11 í gamla barnaskólanum í Stykkishólmi og er aðstaða til tónlistarkennslu þar allgóð. Prýðilegur salur er í húsinu, það er gamli íþróttasalurinn og er hljómburður þar eins og best verður á kosið til tónlistarflutnings og kennslu. Í salnum er stór flygill. Einn kennari hefur starfsstöð í húsnæði Grunnskólans og svo hefur skólinn jafnan átt greiðan aðgang að kirkjunni til tónleikahalds og einstaka æfinga.

Hljóðfærakostur skólans er allgóður og unnið er að því að bæta hann og auka jafnt og þétt. Sömuleiðis er reynt eftir föngum að auka plötu- og bókakost skólans.

Skólastjóri: Jóhanna Guðmundsdóttir

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Stykkishólms.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.01.2015