Grundarkirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Grundarkirkja&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Mánudagur 4. júní 2012 - 13:14</p> <h4>Eigendur Grundarkirkju hafa gefið sókninni kirkjuna</h4> <p>Breytingar hafa orðið á eignarhaldi Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit. Fyrri eigendur, Aðalsteina Magnúsdóttir og Gísli Björnsson, hafa gefið sókninni kirkjuna og allt sem henni fylgir. Fyrir hönd sóknarinnar þakkar Sóknarnefnd Grundarkirkju fyrir höfðinglega gjöf og gott samstarf á liðnum árum. Grundarkirkja er ein fallegasta kirkja landsins en hún var reist árið 1905 af staðarbóndanum Magnúsi Sigurðssyni. Hugmynd hins stórhuga athafnamanns var að reisa á staðnum kirkju fyrir allan Eyjafjörð, innan Akureyrar. Magnús fékk Ásmund Bjarnason frá Geitaskarði í Fljótsdal til þess að gera endanlega teikningu af kirkjunni. Ásmundur sá um smíði hennar en hann hafði numið trésmíði í Kaupmannahöfn. Endanlegar teikningar gerði hann eftir frumteikningum og tillögum Magnúsar og Sigtryggs Jónssonar trésmíðameistara á Akureyri.</p> <p>Timbrið var flutt frá Akureyri veturinn 1903-4. Auk Ásmundar unnu fjórir smiðir að byggingunni. Magnús rauf forna hefð þegar hann ákvað að láta kirkjuna snúa norður-suður í stað austur-vestur og er altarið í norðurenda hennar. Vandað var til smíðinnar í hvívetna, t.d. þurrkaði Magnús allt timbrið í baðstofu, kringum ofninn, í eina til tvær vikur áður en úr því var smíðað. Magnúr skar glerið í kirkjuna, Ásmundur yfirsmiður og Pálmi Jósefsson frá Samkomugerði smíðuðu predikunarstól og altari. Norskur málari, Muller að nafni, málaði kirkjuna og skreytti. Kirkjan er að flatarmáli því sem næst 22 x 9 m hæð frá gólfi, í hvelfingu er 7 m og hæð turnsins er 24 m. Á boga milli kórs og skips er letrað: Dýrð sje Guði í upphæðum.</p> <p>Kirkjan var vígð af prófasti með mikilli viðhöfn 12. nóvember 1905, daginn eftir að Akureyringar höfðu haldið upp á sjötugsafmæli þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar, sem einnig var við vígsluna og mælti þar nokkur orð. Merkilegur kaleikur er kenndur við Grund, með ártalinu 1489 á stéttarbrún; hreinræktaður gotneskur kaleikur, 21 cm á hæð, úr silfri, að hluta gylltur. Kaleikur þessi á sér langa og viðburðarríka sögu, segir í kynningarbæklingi um Grundarkirkju.</p> <p>Heimild: <a href="http://vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2012/06/04/eigendur-grundarkirkju-hafa-gefid-sokninni-kirkjuna"> Vikudagur, vefur 5. júní 2012.</a></p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 45

Nafn Tengsl
Benjamín Kristjánsson Prestur, 28.10. 1932-1967
Bjarni Hallsson Prestur, 1667-1692
Guðmundur Jónsson Prestur, 19.07.1697-30.03.1746
Gunnar Benediktsson Prestur, 22.06. 1920-1931
Gunnlaugur Eiríksson Aukaprestur, 1739-1743
Halldór Loftsson Prestur, 1395-
Hallgrímur Guðmundsson Aukaprestur, 1639-
Hallur Gunnarsson Prestur, 1188 fyr-1201
Jónas Jónasson Prestur, 21.10.1884-1910
Jón Eiríksson Prestur, 1750-1757
Jón Guðmundsson Prestur, 1619-1641
Jón Gunnarsson Prestur, 1618-
Jón Illugason Prestur, 1394 fyr-
Jón Jónsson Aukaprestur, 01.06.1783-1795
Prestur
Jón Jónsson Prestur, -1611
Jón Jónsson Prestur, 1601-1611
Jón Jónsson Prestur, 29.01.1758-1795
Jón Jónsson Prestur, 08.05.1839-1860
Jón Magnússon Prestur, 16.öld-
Jón Ólafsson Prestur, 1588 um-1592
Jón Sigfússon Prestur, 1746-
Jón Þórðarson Prestur, 1575-1589
Ketill Prestur, 1550 um?-
Ketill Prestur, 1047 fyr-
Prestur, 1047 fyr-
Ketill Hallsson Prestur, 12.öld-
Ketill Þorsteinsson Prestur, 1118 fyr-1121
Klængur Einarsson Prestur, 1478 fyr-
Kristján Árnason Organisti, 1905-1912
Magnús Einarsson Prestur, 1446 fyr-1478
Oddur Þorsteinsson Prestur, -1584
Ólafur Guðmundsson Aukaprestur, 1692-1693
Prestur, 1693-1695
Runólfur Ketilsson Prestur, 1143-1186
Runólfur Sighvatsson Prestur, -13.öld
Sigurður Jónsson Aukaprestur, 1744-1746
Sigurður Runólfsson Prestur, 1501 fyr-
Sigurgeir Jakobsson Prestur, 29.12. 1860-1879
Skeggi Eldjárnsson Prestur
Stefán Einarsson Aukaprestur, 1734-03.03.1738
Steinn Ólafsson Heimilisprestur, 16.öld-16.öld
Tómas Jónsson Prestur, 1521 fyr-1546
Þorbergur Ásmundsson Prestur, 1641-1650
Þorsteinn Briem Prestur, 09.06. 1911-1918
Þorsteinn Ólafsson Prestur, 1663-1667
Þórarinn Jónsson Prestur, 1650-1663
Þórður Brandsson Prestur, 1562 fyr-

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.08.2017