Auðarskóli – tónlistardeild Tónlistarskóli

Tónlistardeild Auðarskóla er sérstök deild innan Auðarskóla og lýtur stjórn skólastjóra. Skólastjóri fer með daglega stjórnun deildarinnar og ber ábyrgð á henni. Skólastjóri skal framfylgja samþykktum fræðslu- og menningarnefndar. Hann hefur umsjón með húsnæði og eignum skólans. Skólastjóri skal ráða starfsfólk deildarinnar, ganga frá vinnuskýrslum starfsmanna til launafulltrúa, árita reikninga vegna rekstrar og innkaupa. Skólastjóri kemur fram fyrir hönd deildarinnar gagnvart starfsmönnum, nemendum og foreldrum þeirra svo og aðilum utan skólans. Næsti yfirmaður skólastjóra er sveitarstjóri.

Kennsla í tónlistardeildinni fer eftir Aðalnámskrá fyrir tónlistarskóla hverju sinni. Markmið tónlistardeildarinnar er að:

  • Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar.
  • Búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur.
  • Stuðla að auknu tónlistarlífi í skólanum og samfélaginu öllu.
  • Að veita 6 - 9 ára gömlum börnum tónmenntarnám og fornám í hljóðfæraleik.
  • Að samþætta tónlistarstarfssemi tónlistardeildar, leikskóla og grunnskóla.
  • Nota og þróa samþætt kennsluefni í tónlistarforskóla, tónmenntakennslu og hljóðfæranámi.

Úr verklagsreglum tónlistardeildar Auðarskóla (15. janúar 2015).

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.01.2015