Villingaholtskirkja Kirkja

<p>Fyrsta orgelið mun hafa komið í Villingaholtskirkju árið 1886. Kostaði það 200 krónur, og var peinga til hljóðfæriskaupanna aflað með frjálsum samskotum. Ekki er vitað með vissu hver var fyrsti organisti kirkjunnar, en litlu fyrir aldamótin var þar organisti Ásbjörn Pálsson, fósturbróðir prestsins í Gaulverjabæ, séra Ingvars Nikulássonar, en hann þjónaði Villingaholtssókn til 1903. Jón Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka, bóndi í Vatnsholti, var organisti um tíma og lét af því starfi 1910. Tók þá við starfinu Helgi Jónsson á Vatnsenda og gegndi því til 1922. Þá tók við Herdís Jónsdóttir, Yrpuholti (frá Vatnshlti), og hafði það á hendi í eitt ár. næsta ér er Guðmundur Einarsson á Þjótanda organisti, en 1924 tekur við starfinu Sigurbjörg Jónsdóttir, systir Herdísar, og eru þær systur organistar til skiptis í eitt ár, en þá tekur Herdís Jónsdóttir við aftur, og eru þær systur organistar til skiptis til 1928. Þá er Kristín Thorarensen í Hróarsholti organisti í eitt ár, en þá tekur Herdís Jónsdóttir við aftur og eru þær systur, Herdís og Sigurbjörg, enn organistar til skiptis til 1947. Guðrún Þórarinsdóttir, Kolsholti, er næst organisti í eitt ár. Tekur þá við starfinu Sigurjón Kristjánsson, Forsæti, og gegnir því til 1952. Vigdís Kristjánsdóttir, Forsæti, er því næst organisti til 1957. Þá er Guðmundur Gilsson á Selfossi við hljóðfærið í kirkjunni í rúmlega eitt ár. Af honum tók við Jón Samúelsson í Þingdal og var organisti til ársloka 1963, en síðan hefur Ólafur Sigurjónsson frá Forsæti verið organisti kirkjunnar.</p> <p>Árið 1944 var stofnaður Kirkjukór Villingaholtskirkju. Kjartan Sigurjónsson frá Vík í Mýrdal æfði fyrst kórinn, en nokkrum árum seinna var Kjartan Jóhannesson organleikar með kórnum og æfði hann um nokkurt skeið. Frá 1959-60 æfði Einar Sigurðsson á Selfossi kirkjukórinn. Að öðru leyti hafa organistar æft kórinn og stýrt söngnum. Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014