Knappsstaðir Heimilisfang

<p>Knappsstaðir eru eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, landnámsjörð Þórðar knapps og Æsu Ljótólfsdóttur frá Hofi í Svarfaðardal. Bærinn fór í eyði árið 1974. Hann stendur undir fjalli sem heitir Breiðarkollur og er 932 m á hæð.</p> <p>Kirkja hefur verið á Knappsstöðum frá því mjög snemma á öldum og þar sátu prestar sóknarinnar. Knappsstaðabrauð þótti þó alltaf með rýrari brauðum, enda er Stífla snjóþung og þótti harðbýl þótt sumarfagurt hafi verið þar áður en Skeiðsfossvirkjun sökkti stórum hluta sveitarinnar undir vatn...</p> <p align="right">Sjá nánar í Wikipedia-færsu um Knappsstaði.</p>

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Gestur Hjörleifsson Uppruni
Ormur Jónsson Prestur, 16.öld-
Páll Pálsson Heimili
Sigurjón Hallgrímsson Uppruni
Þorvaldur Stefánsson Uppruni

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.02.2017