Gamla bíó Tónleikastaður

<p>Gamla bíó var reist yfir starfsemi „gamla bíós“, Reykjavíkur Biograftheater, af Peter Petersen árið 1927 og tók við af Fjalakettinum. Petersen innréttaði íbúð fyrir sjálfan sig á efri hæð hússins. Fyrsta kvikmyndin sem var sýnd þar 2. ágúst 1927 var Ben Húr með Ramon Novarro í aðalhlutverki. Upphaflega tók salurinn 602 í sæti en það minnkaði í 479 þegar húsinu var breytt og sviðið stækkað til að mæta þörfum Íslensku óperunnar.</p> <p>Húsið var rekið sem kvikmyndahús til ársins 1980 þegar Íslenska óperan keypti það undir óperusýningar. Fyrsta óperan sem var frumsýnd í húsinu var Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss 9. janúar 1982. Húsið hefur oft hýst leiksýningar og tónleika auk óperusýninga.</p> <p align="right">Af Wikipedia-vef um Gamla bíó (18. júlí 2014).</p>

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.07.2014