Tónlistarskóli Snæfellsbæjar Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar var stofnaður þann 1. júlí 2003. Þá sameinuðust Tónlistarskóli Ólafsvíkur og Tónlistarskóli Neshrepps utan Ennis í einn skóla en frá árinu 1992 höfðu kennarar frá Tónlistarskóla Ólafsvíkur sinnt tónlistarkennslu við Lýsuhólsskóla. Kennarnir í tónlistarskólunum á Hellissandi og í Ólafsvík höfðu átt með sér gott samstarf frá árinu 1998 og síðan þá hefur verið sameiginleg skólanefnd við skólana.

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar býður upp á fjölbreytta tónlistarkennslu og kappkostar að mæta þörfum og óskum nemenda sinna eftir því sem frekast er kostur en í skólanum. Boðið er upp á einstaklingsmiðað nám þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar í fyrirrúmi. Í skólanum er hægt að stunda ritmískt og klassískt nám en boðið er upp á forskóla, hljóðfæradeild og söngnám.

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Snæfellsbæjar.

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Helgi E. Kristjánsson Skólastjóri, 1990-1994

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.03.2015