Iðnskólinn í Reykjavík

<p>... Skólinn var stofnaður af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík árið 1904, en félagið hafði starfrækt óformlegan skóla allt frá 1873. Fyrst var kennt í Vinaminni í Grjótaþorpinu, en árið 1906 var flutt í nýreist hús Iðnaðarmannafélagsins í Vonarstræti sem nú hýsir Tjarnarskóla. Skólastjóri á þessum upphafsárum skólans var Jón Þorláksson verkfræðingur.</p> <p>Skólaárið 1929-30 hófst svo fyrst kennsla í dagskóla, en áður var kennt á sunnudögum og um kvöld.</p> <p>Árið 1955 flutti skólinn svo í ný húsakynni á Skólavörðuholti.</p> <p>Í lok sjöunda áratugarins voru verknámsdeildirnar stofnaðar og verkleg kennsla færð inn í skólann.</p> <p>1982 var tekið upp áfangakerfi og bóknám samræmt öðrum framhaldsskólum, fyrstu stúdentarnir frá Iðnskólanum voru svo útskrifaðir 1989. Árið 1986 þá var stofnað Tölvusvið en undir því er Tölvubraut.</p> <p>Árið 2008 var ákveðið að sameina Iðnskólann og Fjöltækniskólann undir heitinu Tækniskólinn. Um leið var rekstur iðnskólans færður frá íslenska ríkinu til Rekstrarfélags Tækniskólans (áður Menntafélagið)...</p> <p align="right">Úr Wikipedia-grein um Iðnskólann í Reykjavík (10. mars. 2015)</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2017