Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
<p>Árið 1999 var stofnað Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Það setti sér að markmiði að koma á fót þjóðlagasetri á Siglufirði, halda árlega þjóðlagahátíð í bænum og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistararfi. Þjóðlagasetrinu er ætlað tvíþætt hlutverk:</p>
<ol>
<li>Að kynna þjóðlagaarfinn á aðgengilegan hátt með sýningu sem taki mið af ferðamönnum að sumri en skólafólki á vetri</li>
<li>Að sinna rannsóknum og útgáfustarfsemi á íslenskum þjóðlögum</li>
</ol>
<p>Árið 2000 keypti Félag um Þjóðlagasetur Maðdömuhúsið svokallaða, eitt elsta hús Siglufjarðar, þar sem sr. Bjarni Þorsteinsson skráði þjóðlagasafn sitt að stórum hluta á árunum 1888-1898. Húsið var fært til upprunalegs horfs og vígt af forseta Íslands sumarið 2006. Þar gefur að sjá á myndböndum fólk víðs vegar að af landinu við kveðskap og hljóðfæraleik, auk þess sem eldra fólk segir frá tónlistariðkun í heimabyggð sinni...</p>
<p align="right">Af ef Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.</p>
Fólk
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.03.2015