Skipholt Heimilisfang

Áður en Skipholti var skipt, svo sem nú er orðið, var þetta mjög stór jörð og fleytti stóru búi. Landslagið fjölbreytilegt og eins gróðurfarið. Á landinu skiptast á brattir ásar og mýrarsund, gil og skorningar, stórir mýrarflákar, valllendismóar og grösugar brekkur. Landið er yfirleitt vel gróið og mikið af því mjög grasgefið. Beitarjörð ágæt, meðan vetrarbeit var sinnt. Skjól fyrir öllum áttum. Sumarhagar ágætir. útengjaslægjur voru ekki miklar. Veðiréttur er í Hvítá. Landið er afgirt. Nú eru fimm býli í landi Skipholts og bera öll stórbú nema Skiphot II, sem er í eyði eins og er. Þessar jarðir eru: Skipholt I, II, og III, Kotlaugar og Hvítárdalur.

Bærinn stendur í brekkurótum austan undir Skipholtsfjalli, innarlega.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 316. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Dagbjartur Jónsson Uppruni
Elín Guðjónsdóttir Uppruni
Guðmundur Stefánsson Uppruni
Jón Ingimundarson Heimili

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014