Jaðar Heimilisfang

<p>Í Jarðabók Á. M. segir um Jaðar: „Biskupinn, mag. Brynjólfur Sveinsson, byggði fyrstur þenna bæ fyrir 38 árum og lét honum skipta úr jörðinni (Tungufell) að töðum og engjum, hagar eru til félags.“</p> <ol> <li>Jörðin er landstór, og liggur landið með Hvítá austanvert og nær að afréttarmörkum. Beitiland er gott. Hagar víðlendir, gróður fjölbreyttur og skjól í öllum áttum. Jörðin er þurrlend að mestu og nokkur uppblástur næst afrétti. Ræktunarland er takmakað utan þess, sem liggur svo fjarri bæ, að vart verður nytjað. Allstórt skóglendi tilheyrir jörðinni. Nokkur hluti landsins er afgirtur vegna uppgræðslu. Veiðiréttur er í Hvítá og Dalsá. Bærinn stendur ofarlega í tungunni, sem verður milli Hvítár og Dalsár, áður en þær renna saman.</li> </ol> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 217. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Guðbergur Guðnason Heimili
Jónína Kristmundsdóttir Heimili

Skjöl

Jaðar Mynd/jpg
Jaðar Mynd/jpg
Jaðar Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017